Velkomin á Richter.is.

       Flestir þeir er fyrir ætternis sakir bera nafnið Richter á Íslandi, svo og fjöldi annarra, eru komnir af Samúel Jakobssyni Richter beyki sem var fæddur í Slangerup í Danmörku árið 1770 og kom til Íslands skömmu fyrir aldamótin 1800.
       Með fyrri konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur (1760 - lifandi 1824) átti hann fjóra syni.
1. Jacob Candemus Samúelsson Richter (1799-1851). Af honum er komin Richtersættin sem kennd er við Ísafjörð.
2. Matthías Samúelsson Richter (1801-1863). Frá honum er komin ætt sem ekki ber Richtersnafnið.
3. Magnús Samúelsson Richter (1803 – um 1855). Börn hans eignuðust ekki afkomendur.
4. Jón Samúelsson Richter, (1806 - lifandi 1819). Ekki er vitað um örlög hans.
       Með seinni konu sinni Guðrúnu Jónsdóttur (1816-1914) átti Samúel einn son.
5. Samúel Samúelsson Richter (1835 – 1910). Af honum er komin Richtersættin sem kennd er við Stykkishólm.
       Samúel Jacobsson Richter lést í Stykkishólmi 1854.

Guðrún Jónsdóttir Richter Myndin hér til vinstri er af Guðrúnu Jónsdóttur Richter seinni konu Samúels Richter eldri. Þessi mynd er ein elsta varðveitta mynd af Íslendingi sem tekin er af Íslendingi. Hún var tekin á árunum 1860-65 af Guðbrandi Guðbrandssyni kaupmanni á Grundarfirði. Myndin er varðveitt á Þjóðminjasafninu.


Smellið á myndina til að sjá hana stærri.